Friday, July 13, 2012

Víflilsfellið - mæting- flott ganga í góðu veðri.

 

Það er mæting í gönguna á Vífilsfellið sem farinn er í tilefni af svifflugudegi STAFF klukkan 11.00 f.h. á morgun 14. júlí.   Við uppgönguna á fellið sjálft.  Leiðarlýsing er svona :  

Keyrt er upp fyrir  Sandskeið,  þá er afleggjari til hægri og hann er keyrður að grjótgarði sem lokar veginum. Þar leggjum við bílunum og hefjum gönguna klukkan 11.00. Oddný Árnadóttir er  göngustjóri.    Við förum með flagg og teygjum úr því þarna uppi og horfum á svifflugurnar svífa um loftið.

Síðan getur fólk farið niður á Sandskeið og farið í svifflugu og fengið að horfa á Víflilsfellið úr þeim, þá eru slegnar tvær flugur í einu höggi.

Ef þetta er ekki ljóst hringið í mig endilega og ég lýsi leiðinni betur fyrir ykkur, það er oft sagt að staðurinn sem við leggjum upp frá eru Sandgryfjurnar við Víflilsfell, oft mikið að stórvirkum vinnuvélum á melunum þar sem við keyrum út af Suðurlandsveginum.

 

Jóhann Úlfars  formaður

s 8639011


 Þessar vélar eru oft á horninu sem við ökum út af veginum.


 Merking á gatnamótunum inn á Vífilsfells afleggjaran.


 Hópur að ganga á fellið

 Hilmar hennar Svönu á fellinu að leysa málinn á Stofunni.

 Gulla, Erna og Oddný sem verður göngustjóri á Víflilsfellið

Flugmann mættur að grípa tunglið !

No comments:

Post a Comment