Um leið við óskum GÖIG- félögum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla, viljum við þakka sérstaklega hjónunum Svanhildi og Hilmar fyrir frábæra jólagöngu í miðbæ Reykjavíkur. Þarna fór Hilmar á kostum hafði frá miklu að segja og að fara á kaffihús á eftir með snarkandi arineld minnkaði ekki stemminguna. Mig langar að þakka einnig öðrum frábærum hjónum sem eru dugleg að fá hugmyndir og hrinda þeim í framkvæmd en það eru Svava og Gestur, gangan á Nyrði Eldborg var frábær og mætti segja það hafi verið síðasta helgi áður en þessi frábæri snjór féll.
Gönguklúbbur sem hefur jafn frábæra félaga og við þarf ekki að kvíða framtíðinni hugmyndir af göngum og eru óþrjótandi. Næst er tunglskinsgangan, hvenær hún verður farinn er ekki alveg vitað, verður skellt á þegar veður er tunglbjart í janúar.
Farið varleg um jólin og njótið þess allra besta og látum okkur hlakka til næsta gönguárs.
f.h Gönguklúbbs IG
Jóhann Úlfars.
No comments:
Post a Comment