Wednesday, December 7, 2011

Jólagangan 2011 verður þann 14.des klukkan 19.00

Jólagangan verður miðvikudaginn 14.desember n.k. Við hittumst klukkan 19.00 á horni Vesturgötu og Aðalstrætis, framan við Kaffi Reykjavík og göngum um miðbæinn undir leiðsögn Hilmars Þ Björnssonar arkitekts og Svanhildar Sigurðardóttir.   Hann er mikil áhugamaður um byggð í miðbænum okkar og kann að segja frá ýmsu sem fyrir augu ber.
Að lokinni göngu (ca kl. 20:30) er stefnt að því að setjast niður, búið er að panta borð á barnum Uppsölum, sem er í Hotel Reykjavik Centrum, á horni Aðalstrætis og Túngötu (við hliðina á Fjalarkettinum). Hægt verður að panta sér eitthvað góðgæti og fagna komu jólanna við arineld og kertaljós.
Gaman verður að sjá sem flesta með, það er enginn skylda að fara og fá sér veitingar á eftir heldur er það bara til að auka jólastemminguna. Aðallega væri gaman að sjá ykkur ágætu gönguklúbbsfélagar.
Hlökkum mikið til þessarar göngu bjóðum  mökum og vinafólki með.
Stjórn GÖIG
  

No comments:

Post a Comment