Við vorum fjögur ( hin fjögur fræknu) sem fórum frá aðalskrifstofunni í gær klukkan 17.15, það var æðislegt gönguveður. Gengin var stór hringur um Öskjuhlíðina sem skilaði 4.6 km á 48 mínútum. Hún Rebekka úr flugdeildinni hvíslaði að mér að hún hafi bætt um betur þegar heim var komið og vinkonur hennar úr Árbæjarholtinu bönkuðu upp á hjá henni og skoruðu á hana að koma Elliðárdalshring auðvitað hafi hún látið tileiðast og farið með, já Rebekka úr flugdeild gekk 10-11 km samtals í gærkvöldi.
Betur má en dug skal segir einhversstaðar upp með þátttökuna á miðvikudögum, skora ég á þá sem eru alltaf að tala um að koma að koma og vera með. Skemmtilegt ganga, skemmtilegt fólk og fullt af súrefni eftir erfiði dagsins áður en heim er haldið.
Við erum að búa okkur undir tunglskinsgöngu núna í janúar og hefur Svava Björk og hennar betri helmingur Gestur tekið að sér að vera leiðsögumenn, hugsanlegt að sú ganga verið n.k miðvikudag 19 janúar en þó ekki klukka 17.15. Látum ykkur heyra meira frá okkur varðandi hana.
Hlaupaklúbburinn hefur reyfað aðeins við okkur í Gönguklúbbnum að hafa sameiginlega gönguhelgi inn í Þórsmörk í júníbyrjun, líst okkur vel á þessa hugmynd gætum fengið að gista annað hvort hjá Útivist eða Ferðafélaginu og þeir frökkustu gætu gist í tjöldum. Dagskráin yrði einhvern veginn þannig þegar við kæmum á föstudagskvöldið, gengið á Valahnúk og dagskrá gönguhelgarnir yrði kynnt þar. Hugmyndir um að eyða laugardeginum í Goðheimum, þar er möguleiki á ýmsum útgáfum að göngum, á sunnudeginum myndum við ganga upp á Kattarhryggina, uppá Morinsheiðina og upp Bröttufönn og að ný runnu hrauninu. Kæmi samt betur í ljós, hugsanlegt að ganga yfir Fimmvörðuhálsin og láta sækja okkur í Skóga og þaðan síðan heim??
Síðan er það ákveðið að fara með Golden Wings á ágúst og þá er gengið inn í Kerlingafjöllum , veit ekki mikið um þá ferð en fínt að fólk merki þessar göngur á göngualmanakið sitt og allar hinar sem á framkvæmdaáætlun 2011 eru. Fyrirfram ákveðnir göngudagar eru góðir fyrir alla skipulagningu á manns eign dagskrá.
Látum þetta gott heita í bili og hvet ég ykkur að taka þátt í því sem er boðið upp á þannig vex og dafnar gönguklúbburinn best.
Með gönguklúbbskveðjum,
Jóhann Úlfarsson.
Rebekka góð... geri aðrir betur :-)
ReplyDeleteNú er komin ný síða fyrir gönguklúbbinn inn á myWork
https://mywork.icelandair.is/wp/wps/myportal/!ut/p/c5/04_SB8K8xLLM9MSSzPy8xBz9CP0os3hDLz9nSydDRwMLv1BHA08zV0PHIBNTAwN3U_3gzGL9gmxHRQAcBIIu/