Mig langar að setja hér öðrum til hvatningar að fara á fjall, ég ætla að fara annan hvorn daginn um helgina á Esjuna. Mér finnst ég verða að fara aftur áður en janúarmánður er allur, hef aðeins farið einu sinni sem er mjög sérstakt.
Svolítð blaut spá fyrir laugardaginn en sunnudagur lítur fínt út ef einhverjir vilja fara þá. Maður klæðir sig bara eftir veðri.
Það eru nokkur fjöll sem hægt er að skoða einnig t.d Helgafell, Vífilfell, Móskarðahnúkar og svo auðvitað Úlfarsfell.
Hefjum strax undirbúning yfir sigra ársins 2011 með því að byrja. Sigrarnir geta verið unnir á margvíslegan hátt fer alveg eftir því hvar við erum stödd, aðalatriðið að hafa vilja til að hefja strax undirbúning að eigin uppbyggingu við fjallgöngur og aðrar frístundargöngur.
Koma svo,
Jóhann
No comments:
Post a Comment