Thursday, February 3, 2011

Miðvikudagar og miklu meira................

Við gengum frá aðalskrifstofunni mjög fáir einstaklingar í gær og hrepptum frábært gönguveður. Það var logn til að byrja með en byrjaði svo aðeins að snjóa. Gaman væri ef fleiri myndu slást í hópinn og gera ráð fyrir þessum göngum frá aðalskrifstofunni á miðvikudögum klukkan 17,15. Það verður að myndast þéttur kjarni  í kringum þessar göngur  svo þær lognist ekki út af.  Dagur er byrjaður heldur betur að lengja og við leggjum oftast af stað núna í birtu og endum í myrkri en þegar snjór liggur yfir er svo flott að ganga. Nóg um það og tökum okkur tak og setjum markmiðið hátt og  mætum,  það er svo gott fyrir sálartetrið og lyftir manni upp í skammdeginu. Það hafa komið til mín einstaklingar sem hafa spurt hvernig á maður að stefna fólki með sér í verkefnið "Ertu með á fjall" það er gert svona. Þú opnar Lotus Notes póstkerfið hjá félaginu og finnur hóp með því að setja í stað nafns kæmi  #Gönguklúbbur Icelandair group.  Félagar nefndu stað,dagsetningu og klukkan hvað.
Gönguklúbburinn er með á dagskrá sinni göngudag 26 febrúar og er það laugardagur og við munum stefna eitthvað sniðugt látum samt veðurspá ákveða hvert við förum. Langar mig að biðja ykkur ágætu félagar að taka þennan dag frá og vera með. Ég sagði á  aðalfundi að gönguklúbburinn væri ekki bara þeir sem væru í stjórn svo þyrfti stjórn að finna fyrir áhuga á verkefninu.
Ég birti hérna mynd sem var tekin á síðasta ári þegar hópurinn sem langaði að setja á stað gönguklúbb hjá félaginu gekk á Móskarðahnúka sem síðan margfaldaðist í kringum stofnun GÖIG,  þetta er hugsað sem hvatning að brátt mun  birta  verða meiri  en myrkrið og þá verður gaman.

með hvatingarkveðjum
Jóhann Úlfarsson formaður.

No comments:

Post a Comment