Thursday, February 24, 2011
Búrfellsgjá 26.febrúar klukkan 10.00, drífum okkar.
Hér er leiðarlýsinginn af göngunni komum saman í Vatnsmýrinni, stendur í túnjaðri Vífilstaðahælisins og er beint á móti Golfvelli GKG. Veðurspáin er góð en samt má fólk búast við einhverri úrkomu, klæðið ykkur eftir veðri, áætlað er að þessi ganga taki 2.5 - 3 klst. Ekki verra að hafa með sér eitthvað að drekka, hnetur og súkkulaði í plastpoka. Sumir eru með þurrkaða ávexti og er það vel. Göngustjóri er Richard Hansen sem er einn mesti reynslubolti okkar gönguklúbbs. Síðan er það getraunin það rétt eins komið hefur fram þetta er Búrfellsgjá og dregið var úr svörunum og ákveðið var að það yrði dregið þrír út af þeim mikla fjölda sem sendu inn svör. Vinningshafar eru Anna Dís Sveinbjörnsdóttir flugfreyja, Oddný Árnadóttir hópadeild og Vilborg Sigurðardóttir söluskrifstofu, vinningshafar eru beðnir um að vita vinningsins hjá undirrituðum sem allra fyrst.
Drífum okkur af stað, veðurspáin ætti ekki að hræða neinn frá þátttöku, komið og verið með í byrjun og sýnum hvað klúbburinn okkar er öflugur.
fh stjórnar GÖIG
Jóhann Úlfarsson
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment