Friday, March 18, 2011

Árbærinn á morgun, laugardag

Þetta er orðsending frá miklum áhugamanni með göngum, hann sendi mér þessa boð í morgun á fésbókinni. Langar mig að deila þessu með ykkur ágætu félagar, það eru allir velkomnir mjög áhugaverðar göngur sem drengur stendur fyrir og hann heitir Magnús Hákon Axelsson Kvaran.
 
Auglýsinginn hans:
Góðan daginn.

Eitthvað er búið að breyta Fésbókinni núna, og ég get ekki sent neinum nema mínum eigin vinum boð í gönguna sem er á morgun. Möguleikinn "Invite members of Gönguferðir um Reykjavík og nágrenni" er semsagt horfinn, í það minnsta á atburð sem er til nú þegar. Ekki veit ég hvort þetta er til frambúðar, en tek þá það til bragðs núna að senda ykkur póst, það er ennþá hægt í það minnsta.

Á morgun stendur semsagt Háskóli Íslands og Ferðafélag Íslands fyrir gönguferð um Árbæinn undir yfirskrifinni "Þorpið í bænum".

Eggert Þór Bernharðsson, prófessor við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands, leiðir göngu um Árbæinn og fjallar um vöxt Reykjavíkur og fyrsta úthverfið austan Elliðaáa. Gönguferðin hefst við Árbæjarsafn kl. 14:00 og er hún farin í samvinnu við Minjasafn Reykjavíkur – Árbæjarsafn.

Vonast til að sjá sem flesta, og vona ég þurfi ekki að skrifa ykkur póst í hvert skipti framvegis :)

kveðja, Magnús

No comments:

Post a Comment