Thursday, March 24, 2011

3. Hluti framkvæmdáætlunar GÖIG, 26.mars n.k kl 10.00


           
Þarna eru bæði veðurspáin sem er mjög góð og kort af þeim stað sem við leggjum upp frá. Við leggjum í hann frá veitingarstaðnum við Esjurætur á laugardagsmorgunin næsta 26 mars n.k kl 10.00. Þetta er þriðja gangan á vegum gönguklúbbsins og lítur bara mjög vel út, við skoðum það þegar við erum kominn upp að Steini hvort hægt er fara upp á Þverfellshornið. Það væri mjög gaman, biðjum við ykkur að vera vel skóuð, vel klædd og vera með vatn já eða orkudrykki og svo eitthvað til að maula aðeins, brauð, súkkulaði eða eitthvað sem ykkur finnst gott að vera með í göngum.
Okkur félaganna hlakkar til að hitta ykkur og eiga með ykkur þessa göngu sem við gefum okkur eru 2-3 tímar fer alveg eftir hópnum.

fyrir hönd GÖIG
Sveinbjörn og Jóhann.
    

No comments:

Post a Comment