Það var frábær hópur sem gekk af stað á laugardaginn var þann 26. mars, veður var kalsi og gekk á með þéttum úða. Það átti eftir að breytast hratt, við fengum meira segja sól þegar við vorum á niður leið. Hópurinn voru átta þegar lagt var að stað við stefndum á Steininn og ætluðum að skoða aðstæður þar hvort við færum alla leið upp. Niðurstaðan var svo yrði ekki, það var mikill snjór þarna upp við Þverfellshornið og þeir sem þagnað stefndu voru með ísaxir og fleira. Þessi göngutúr tók í heildina 3 klst og það var Sveinbjörn Egilsson sem tók tíman þannig að ég treysti þeirri miðurstöðu hundrað prósent. Við mættum alls konar fólki og Laufey úr cargo-inu með vinkonu og hundi hittum við og hér er mynd því til sönnunar.
Laufey er þessi í rauðu úlpunni og við bjóðum henni og vinkonu hennar í göngu næst en vinkonan leitar alltaf uppi skemmtilegan félagsskap til að labba með og finnst okkur ekki vera til betri hópur en við í GÖIG.
Næsta ganga okkur verður laugardaginn 30 apríl og þá verður orðið svo gott veður að við ættum að geta valið úr mörgu , meðlimir hafa bent á allskonar göngur. Til nefna eitthvað eru það Grímsfjall, Móskarðahnúkar, Reykjanesleiðin, Hvergerðisganga inn að Kattarstjörnum, Hellisheiðinn inn að Skeggja svo eitthvað sé nefnt, svo þið sjáið að mörgu er að taka.
Ég hef verið að velta fyrir mig mætingunni, hvernig er hægt að stofna gönguklúbb upp á 100 manns og fá síðan bara 8 -12 manns til að taka þátt, jú tunglskinsgangan í janúar voru 16. Gaman væri að fá að sjá fleiri og hvað getur orðið til þess að auka áhuga, getur verið að borgi sig að setja á Fimmvörðuhálsgöngu eins og Íslandspóstur er að fara gera í enda maí, og það var örugglega 25-30 manns í Esjunni á laugardaginn saman að æfa undir það, þurfum við að æfa undir eitthvað verkefni spyrjum okkur sjálf mætum við betur þá??
Þið munið sem á aðalfundinn komuð að ég gaf mér eitt ár í formennsku og við það mun ég standa, gaman væri að afhenda klúbbinn blómlegan í hendurnar á nýjum formanni en til þess verið þið að fara sýna áhuga. Vetrargöngur eru eitt að því skemmtilega sem ég stunda nú tala ég fyrir mig og skil ekkert í því hversvegna fólk mætir ekki í svona skemmtilega göngu eins og var á laugardaginn var, smá kalsi pínulítil vindur svo það var smáhrollur í manni og viti menn eftir fyrstu brekkuna var allt orðið funheitt og æðislega gaman.
Jæja nóg um það og nú ætla ég hætta þessu tuði en mér finnst samt betra að segja þetta en segja það ekki. Göngur eru æðislegar þegar hressilegur hópur myndast og hefur gaman að verkefninu sem framundan er.
Hver vill taka að sér næstu skipulagningu á verkefni aprílmánaðar, lýsi eftir þeim.
Hér kemur mynd frá laugardeginum,
Þarna er Rebekka úr flugdeildinni með tvær frá Íslandspósti sem týndu hópnum sínum og voru með okkur þá bara í staðin.
Með göngukveðjum
Jóhann Úlfars.
test test
ReplyDeletekv7JOULF
TEST 2 TEST 2
ReplyDeleteKV/JOULF
Flott fólk
ReplyDeleteKveðja sissa