Thursday, October 28, 2010

Frestum aldrei neinu, við tökum einhverri annarri áskorun!!!!

Við erum að horfa á veðurspánna og líst í augnablikinu ekki velá  í fjallgöngu á Akrafjallið. En göngunni frestum við ekki,  höfum margt í handraðanum. Skorum á alla að mæta og láta veður og vind ekki hafa áhrif á ákvörðun sína. Eins og ég segi svo ótal oft við mína göngufélaga það er ekkert veður vont heldur bara fólkið kann ekki að klæða sig, við munum ekki hætta lífi og limum félaga okkar.
Getum í stað fjallgöngu á laugardaginn farið í áskorunargöngu  að hætti Richard og Jóhanns, við erum alvanir að taka skjótar og skemmtilegar ákvarðannir.
Mæting er við gömlu Rafstöðina í Elliðaárdal klukkan 9.00 og söfnumst í bíla. Verum klædd eftir veðri og samt ekki ofklædd, hafið með ykkur bakpoka með aukafötum, stingið í hann nesti. Munið endilega eitthvað heitt og eitthvað sætt.

ps munum að líkum eiga Akrafjallið inni.

Smáfrétt frá miðvikudagsgöngunni, það fóru 14 manns, gengu 6.47 km og tíminn var 1.klst 08 mínútur frábært veður og skemmtilegt innlegg í hversdagsleikan. Hringur um flugvöllinn var farinn samkvæmt göngustjóra.

Með baráttukveðjum,
Richard Hansen
Jóhann Úlfarsson

No comments:

Post a Comment