Við frestum aldrei göngu, veður á Akrafjalli var of mikill vindur fyrir okkur þannig að Richard göngustjóri ákvað að fara á Esjuna í staðin. Það voru vaskir gönguklúbbsfélagar sem mætu hjá gömlu rafveitunni í Elliðaárdal klukkan stundvíslega 9.00 í morgun. Haldið var á Esjuna og veður var svolítið hvasst en lyngdi alltaf meir og meir eftir því sem ofar dróg. Úr þessu varð hinn skemmtilegasta gönguferð og allir voru ánægðir og glaðir.
Ég verð að minnast á að Richard göngustjóri fékk vin sinn með í för, þegar við fórum að tala saman kom í ljós að drengurinn var að ganga á 340 tindin á þessu ári, hann er að vinna verkefni fyrir Ljósið og safnar áheitum og það má kalla hann á "heitan göngukappa". Hann sagði mér frá því að 11 desember líkur þessari áheita göngum þeirra með ferð á Esjuna og það á mynda ljósaröð upp og niður þann dag. Lofaði ég honum að kynna þetta á síðunni okkar og að einhverjir knáir félagar skyldu taka þátt í þessu frábæra verkefni þeirra. Takið laugardaginn 11 desember frá og verið með við munum kynna þetta betur síðar.
En hugsið ykkur 340 tinda á einu ári,vá glæsilegt, mig minnir að drengurinn hafi heitað Steini.
Hlakka til næstu göngu sem verður n.k miðvikudag kl 17.15, þetta fer frábærlega vel af stað í gönguklúbbnum og við vonum að fleiri og fleiri láti sjá sig svo klúbburinn verði sterkur og flottur, já verðum langflottust.
kveðja
Jóhann Úlfarsson
No comments:
Post a Comment