Saturday, October 23, 2010

Gönguferðir alla miðvikudaga kl 17.15 frá aðalskrifstofu.

Vegna fjölda áskoranna hefur stjórn Gönguklúbbs IG ákveðið að hefja göngur hvern miðvikudag klukkan 17.15 frá aðalskrifstofunni.    Byrjað verður n.k miðvikudag 27  október . Prófum þetta fram að aðventu. 
   Við viljum  koma á framfæri við félaga í gönguklúbbsins að gefa sig fram og vera göngustjórar í þessum göngum sem og öðrum sem klúbburinn mun skipuleggja.
    Okkur sýnist framkvæmdaáætlun næsta árs ætla að verða mjög metnaðargjörn og áhugi er fyrir alls konar gönguafbrigðum, en til þess að metnaðurinn verði staðfestur verðum við að fá fólk sem tilbúið er að vera með í áætlunni, stjórnarmenn skipuleggja ekki allar gönguferðir klúbbsins það er bara ekki hægt.
Að lokum langar mig að minna ykkur á gönguferðina  á laugardaginn 30. okt á Akrafjallið og verður það auglýst þegar nær dregur.
göngukveðjur,
Jóhann Úlfarsson

No comments:

Post a Comment