Monday, October 11, 2010

Bæjarganga miðvikudaginn 13. október nk.

Ágætu gönguklúbbsfélagar
Nú er komið að bæjargöngunni.
Næsta gönguferð gönguklúbbsins verður farin nk. miðvikudag 13. október. Gengið verður umhverfis Reykjavíkurflugvöll. Lagt verður af stað frá Aðalskrifstofu í Reykjavík stundvíslega kl. 17:15 og er gert ráð fyrir að gangan taki ca. 1,5 klst. en vegalengdin er um 6,5 KM. Upplagt er (fyrir þá sem eiga) að mæta með göngustafi.
Lýsing á gönguleið
Vonumst til að sjá sem flesta.
Kveðja,
Göngustjórar
Svava Björk og Ágúst
: Gangan hefst við Aðalskrifstofur, gengið verður á göngustíg við rætur Öskjuhlíðar í átt að Nauthólsvík austan við HR og veitingastaðinn Nauthól. Gengið er göngustíginn fyrir enda flugbrautar, fyrir dælustöðina í Skerjafirði og haldið áfram í vesturátt að Suðurgötu. Af Suðurgötu er beygt inn á Þorragötu síðan Njarðargötu uns komið er að Hringbraut. Af Hringbraut er síðan gengið á stíg meðfram hinum nýja Nauthólsveg í átt að Aðalskrifstofum félagsins.

1 comment:

  1. Tetta er flott ganga komid og verid med. kv Johann Ularsson

    ReplyDelete