Ágætu gönguklúbbsfélagar
Nú er komið að bæjargöngunni.
Næsta gönguferð gönguklúbbsins verður farin nk. miðvikudag 13. október. Gengið verður umhverfis Reykjavíkurflugvöll. Lagt verður af stað frá Aðalskrifstofu í Reykjavík stundvíslega kl. 17:15 og er gert ráð fyrir að gangan taki ca. 1,5 klst. en vegalengdin er um 6,5 KM. Upplagt er (fyrir þá sem eiga) að mæta með göngustafi.
Lýsing á gönguleið
Vonumst til að sjá sem flesta.
Kveðja,
Göngustjórar
Svava Björk og Ágúst
: Gangan hefst við Aðalskrifstofur, gengið verður á göngustíg við rætur Öskjuhlíðar í átt að Nauthólsvík austan við HR og veitingastaðinn Nauthól. Gengið er göngustíginn fyrir enda flugbrautar, fyrir dælustöðina í Skerjafirði og haldið áfram í vesturátt að Suðurgötu. Af Suðurgötu er beygt inn á Þorragötu síðan Njarðargötu uns komið er að Hringbraut. Af Hringbraut er síðan gengið á stíg meðfram hinum nýja Nauthólsveg í átt að Aðalskrifstofum félagsins.
Tetta er flott ganga komid og verid med. kv Johann Ularsson
ReplyDelete