Monday, October 4, 2010

Gangan á Keili

Það voru 12 manns sem mættu í Keilisgönguna á laugardaginn (2.okt.). Veðrið var frábært til göngu um 13 stiga hiti og nánast logn. Útsýni af tindinum var meiriháttar og voru allir ánægðir með hvað þeir voru duglegir og fóru létt með þetta. Gangan tók í það heila um 3 klst. Vonumst eftir að sjá fleiri þátttakendur í næstu göngum.  Það er alveg  meiriháttar gaman og upplífgandi að stunda fjallgöngur með góðum og skemmtilegum félögum.

Kveðja,

Sveinbjörn

2 comments:

  1. Fleira folk verdur ad vera med. drifid ykkur i naestu gongu.
    kv Johann Ulfarsson

    ReplyDelete
  2. Þetta var mikil upplifun fyrir mig. Ekki síst vegna þess að þetta er aðeins í annað skipti sem ég geng á fjöll + það að ég og Laufey samstarfskona mín í fraktinni, fundum ekki fjallið. Eða öllu heldur, okkur yfirsást beinn og breiður afleggjarinn að Keili og keyrðum í góða stund eftir herfilegum vegi. Vorum komnar langleiðina til Reykjavíkur, með Keili í baksýnisspeglinum þegar við ákváðum að þetta gæti ekki staðist. Til að gera langa sögu stutta þá fundum við augljósa veginn að lokum og lögðum við af stað gangandi frá upphafspunkti ca 15-20 mín á eftir okkur ratvísara fólki. Vorum mjög ánægðar þegar við náðum í síðustu myndatökuna af hópnum upp á toppi Keilis. Takk fyrir mig. Hlakka mikið til næstu göngu.

    ReplyDelete