Wednesday, November 30, 2011

Frábær ganga um helgina undir leiðsögn Siggu S Helga fjarsölu.

Góðan dag
Á laugardaginn ætla ég í göngu frá Lindakirkju kl.11:00, kring um kirkjugarðinn, yfir golfvöllinn, upp Rjúpnahæðina og hring um nýju íbúðahverfin. Svona 1-2 klst eftir stuðinu.
Þetta er útsýnisferð enda víðsýnt yfir höfuðborgarsvæðið af þessum stígum.
Gaman væri að hafa gönguhópinn með svo að þeir sem vilja og geta endilega komið með.
Það er gott að ganga í KOPAVOGINUM !
Það er ekið eftir Fífuhvammsvegi, (þar sem Smáralind er) og beina leið upp veginn í gegnum hringtorg og áfram upp brekkuna þar til Lindakirkja birtist á hægri hönd við næsta hringtorg



Göngukveðjur
Sigríður  S. Helgadóttir

No comments:

Post a Comment