Monday, November 14, 2011

Myndagáta fyrir næstu laugardagsgöngu:

Hvert verður haldið á laugardaginn - sendið okkur endilega svarið ef þið vitið hvar þessi mynd er tekin. - verðlaun verða veitt fyrir rétt svar.

Sjón er sögu ríkari - sjáumst á laugardaginn
Þetta verður létt ganga, 6 km. leið í mosavöxnu hraunstíg, 150 m. heildar hækkun sem er tekin í tveimur áföngum. Staðurinn er í nágrenni höfuðborgarsvæðisins.
og lítið mál að taka með sér stálpuð börn í þessa göngu. Gangan sjálf tekur um tvær klukkustundir þ.a. menn mega reikna með ca. einum tíma til viðbótar í hitting og kaffipásu.
Staðsetning verður gefin upp síðar en það er miðað við að hittast laugardaginn 19/11 kl. 10.30 og sameinast í bíla þ.a. gangan hefst um kl. 11.00

göngukveðja,
Svava Björk og Gestur.

No comments:

Post a Comment