Thursday, March 22, 2012

Vel mætt í miðvikudagsgöngu frá Vita ferðum undir stjórn Láru.


Ég verð að birta tvær myndir til að ná öllum sem tóku þátt í miðvikudagsgöngunni, Oddný var stungin af áður ég fattaði að taka hópmynd, en átti hana á mynd frá því á Móskarðahnúkum hér um árið. Hins vegar átti ég enga mynd af mér sem ég sjálfur var  ánægður með.  Jæja við komum saman á Suðurlandsbrautinni og gengum stóran og  góðan hring sem tók um það bil eina klukkustund. Fólk var mjög  ánægt að vera byrjað og það er fyrir öllu.
Okkur hlakkar til að heimsækja Sigríði út á Flugfélag sem verður næsti göngustjóri  og þá hefur hún Ingigerður enga afsökun að mæta ekki, tekur með sér stóran hóp sem gengur með okkur  n.k miðvikudaginn  þann 28.mars klukkan 17.30.

Með göngukveðjum,
Jóhann Úlfars.
  ps muna að teygja eftir göngur það skiptir öllu !!

1 comment:

  1. Já sæll - það er bara pressa :) Hlakka - það verður stuð og stemming, Jói þú tekur með þér góða veðrið :)

    ReplyDelete