Við stefnum á tunglskinsgöngu miðvikudaginn 19 jan. - Hittingur við bæinn Elliðavatn hjá Skógræktinni kl. 1800
Hugmyndin er að taka hring í Heiðmörkinni, við göngum í rúman klukkutíma og tökum líka kaffipásu, fólk þarf því að reikna með ca. tveimur tímum í þetta. Þetta á að vera ganga á þægilegum hraða (ekki kraft ganga) og það verður lítið er um hækkanir,
(við tökum Búrfellsgjánna bara í vor þegar fer að birta.)
Við ætlum að hafa fínt veður og sjá tunglið skarta sínu fegursta líka þó það baði sig í skýjum.
Menn verða að klæða sig eftir veðri og reikna með öllu. Gott er að taka með sér ennisljós eða kyndla, einnig að taka með sér heita drykki og eitthvað að maula.
Þú gengur frá þessu fyrir okkur á netið er það ekki ? og lætur mig vita ef eitthvað vantar
Með kveðju
Göngugarpar
Tunglskinsgangan tókst frábærlega, milt og gott veður, karlinn í tunglinu brosti við okkur af og til, 14 manns, góður hópur. Kærar þakkir Svava og Gestur!
ReplyDeleteBestu kveðjur
Hilmar og Svana