Góðan daginn gönguklúbbsfélagar.
Við fórum 19 manns vígslugönguna á Vífilsfellið í gærkvöldi lögðum upp klukkan 18.00 stundvíslega og gangan upp tók 1 klst. upp. Ferðin upp gekk vel og dreifðust göngufélagar aðeins en aldrei svo mikið að við áðum tvisvar sinnum á leiðinni upp og söfnuðumst saman.
Þegar á toppinn var komið, eftir svolítið klifur í restina var veður frábært við sáum í allar áttir og sumir dáðust að útsýninu til Reykjavíkur. Ég hef oft sagt um þetta ágæta fell að það lítur út eins og ræðupúlt fyrir tröllinn með Sandskeiðið fyrir neðan fyrir áheyrendur. Veður eins og áður sagði gott logn og hiti var 7 stig svolítið skýjað. Flugmann Loftsson var þarna og lét mynda sig í bak og fyrir, sá kappi reyndi að halda á tunglinu og afrekið má sjá á mywork síðunni. Ég er ekki orðin svo góður að setja inn myndir hérna en það lærist þessi síða á bara eftir að verða betri það er víst. Þegar klukkuna vantaði tuttugu og fimm mínútur í átta fórum við að fikra okkur niður og ferðin niður gekk fínt og dreifðust fólk en frekar niður eftir en við hópuðumst saman og drukkum vatn sem einhver góður göngufélagi splæsti á liðið, lang best eftir gönguferðir. Það tók okkur 40-45 mín að komast niður og myrkrið var að taka við af rökkrinu þegar allir voru komnir niður á bílastæði. Eftir þessa göngu verður búinn til rammi með mynd af þeim sem fóru á toppinn og geymt á góðum stað til að verðveita hverjir það voru sem gengu fyrstu gönguna, svo verður þurrkað rykið af þeirri mynd á 100 ára afmælinu við megum ekki geyma að varðveita söguna strax í byrjun því markmið okkar eru háleit. Til dæmis bauð Sveinbjörn gjaldkeri Fjölnir hlaupaklúbbsfélaga að taka þátt í Everest ferðinni sem verður farinn eftir fimm ár, markmiðið er gott. Mig hlakkar til að taka þátt í þar næstu göngu því ég ætla að verða í burtu 2 október þegar næsta ferð verður farinn á Keili og Sveinbjörn gjaldkeri og Signý ritari eru göngustjórar þá, ég skora á ykkur að hópast í þá göngu hún er á laugardegi og verður auglýst síðar hér á síðunni.
Takk fyrir mig gönguklúbbsmeðlimir
Jóhann Úlfarsson
No comments:
Post a Comment