Vinna er hafin að framkvæmdaáætlun og nokkrar hugmyndir sem komu fram á stofnfundinn verða þar inni.. Aðeins hafa klúbbmeðlimir verið að reifa hugmyndir um léttari gönguferðir, ekki bara á fjöll. Það er ljóst þegar klúbbur sem telur orðið 93 meðlimi verður breidd þeirra ferða sem farið verður í, að vera mikið.
Stjórn hefur skipt með sér verkum og er hún svona. Jóhann Úlfarsson er formaður, Sveinbjörn V. Egilsson er gjaldkeri, Signý Einarsdóttir er ritari og meðstjórnendur eru Ágúst Sigurjónsson, Svava Björk Benediktsdóttir, Richard Hansen og Vilborg Sigurðardóttir.
Það er líka ljóst að við verðum að fá göngustjóra sem taka að sér stjórn á göngunum sem verður boðið verður upp á og geta göngustjórnarnir ráðið hvert skal haldið. Göngudagarnir verða hins vegar í framkvæmdaáætluninni. Það var sagt á stofnfundinum um daginn að allir meðlimir verða vera tilbúnir til að vinna fyrir gönguklúbbin með einhverju móti þannig verður þetta miklu skemmtilegra, auglýsum við eftir fólki sem er tilbúið að verða göngustjórar helst tveir með hverri göngu.
Ýtið bara á comment" og segið skoðun ykkar á því sem öðru sem ykkur finnst að ætti að vera innan framkvæmdaáætlunar.
Árgjaldsbeiðnin verður send til launadeildar inna fárra daga þannig að klúbbsmeðlimir gætu átt von að sjá hana á launaseðlum sínum fljótlega.
Viljum við hvetja Gönguklúbbsmeðlimi ganga sem allra mest og óskum þess að ykkur gangi sem best í heilsueflingu.
Kveðja,
Jóhann Úlfarsson.
No comments:
Post a Comment