Tuesday, September 21, 2010

Fyrsta ganga Gönguklúbbs Icelandair Group verður fimmtudaginn 23 sept n.k kl 1800

Fyrsta gangan er fyrirhuguð næstkomandi fimmtudag 23 september kl 18.00 og var Vífilsfell fyrir valinu.  Safnast verður saman í sandgryfjunum neðan við fellið. Keyrt til hægri rétt eftir að Sandskeiðinu sleppir. Verður það nokkurs konar vígsluganga fyrir nýstofnaðan gönguklúbb.  Við hvetjum alla þá sem eru skráðir í gönguklúbbinn að mæta og eins líka þá sem vilja prófa og langar en eru ekki búnir að skrá sig.  Komið rétt klætt, með göngustafi.  Við ætlum að reyna að vera kominn niður áður en rökkvar. Ef fólk á gönguljós mega þau vera í pokanum en eru að við höldum alveg þarflaus.

Stjórnin.

1 comment:

  1. Frábært að hafa svona upplýsingasíðu. Þetta verður bara gaman hjá okkur.

    Kveðja,

    Sveinbjörn

    ReplyDelete