Monday, May 21, 2012

Fréttir af gönguklúbbnum okkar

Jæja
við verðum að láta í okkur heyra, ferðin okkar 23 júní er orðinn full. Við erum hins vegar með tvær 40 manna rútur, ef einhverjir   vilja vera í tjaldi  geta þeir slegist í för með okkur.
Þetta verður flottur túr með Svövu Björk og Gesti, nú liggja þau á meltunni í Prag, kallinn átti stórafmæli á dögnum verðum að muna að syngja fyrir hann afmælissönginn í ferðinni.
Okkur var að detta í huga að hóa hópnum í æfingargöngur og gaman væri að byrja á því í næstu vikur t.d á fimmtudaginn 31 maí svo einhver dagsetning er sett og síðan yrðu það alla fimmtudaga fram að göngunni okkar.
Við sendum betri staðsetningu á þessum æfingargöngum,  það eru allir velkomnir líka þeir sem eru ekki að fara austur.

Þarna er afmælisdrengurinn og frú hans.



með göngukveðjum,
Jóhann Úlfarsson

No comments:

Post a Comment