Monday, January 23, 2012

Bóndadagsgangan var frábær

23 gönguklúbbsfélagar gengu af stað frá Hamrahlíð, skógræktarskúr Skógræktarfélagsins við Vesturlandsveg á sunnudagsmorgun 22. janúar í æðislegu veðri, vindhraði var 0 nánast allan tíman og hann fór mest i 1. Frostið fór úr 10 stiga gaddi niður í 0. Við viljum þakka þeim sem tóku þátt og hlökkum til að hitta fleiri í næstu uppá komu GÖIG. Við verðum  að fara opna síðu á "feisinu"  til að allar myndir af félögum geti fengið að njóta sín ?     Stofnum leynihóp og samþykkjum alla þar inn, hvað finnst ykkur ?











Að sjálfsögðu að var endað á hákall og brennivíni,  við gleymdum ekki  súkkulaðinu það var  þarna líka. Vakti mikla lukku í hópnum, það rak suma áfram að vita að því í lokin ?









Myndirnar tala sínu máli,    hvað veðrið og  góð stemming í öllu. Síðasta myndin sýnir Vífilsfellið séð frá Úlfarsfelli og þangað ætlum við örugglega þegar verður komin  meiri birta. Vonandi hafa allir gaman að þessum stemmingsmyndum, teknar um tólfleytið þann 22. janúar 2012.

GÖIG félagar ræktum líkama og sál með góðum göngum og skemmtilegum félagsskap allir vinir ykkar eru velkomnir að vera með.


Varð að bæta þessari við, þarna er brennivínsfleygurinn kominn á mynd, svo allir trúi okkur.

fyrir hönd þeirra sem tóku þátt núna,
Jóhann Úlfarsson göngustjóri.

No comments:

Post a Comment