Monday, August 29, 2011

Akrafjall laugardaginn 27. ágúst

Það var fámennur en góður hópur sem gekk á Akrafjallið sl. laugardag í blíðskaparveðri. Gengið var á Háahnúk sem er 555 m hár og var frábært útsýni til allra átta. Göngumenn voru undrandi yfir að hafa ekki gengið fyrr á þetta flotta fjall sem við höfum daglega fyrir augum okkar. Gönguleiðir á fjallið eru fjölmargar og er ég viss um að Gönguklúbburinn mun örugglega fara þarna aftur.
Takk fyrir góðan og ánægjulegan göngudag.

Kveðja,

Sveinbjörn

2 comments:

  1. Glæsilegt hefði gjarnan viljað vera með.

    ReplyDelete
  2. Svanhildur SigurðardóttirSeptember 6, 2011 at 3:38 AM

    Þetta var frábær gönguferð, veðrið eins og best var á kosið, magnað útsýni þarna á toppi Háahnúks, æðisleg tilfinning eins og alltaf þegar maður kemst á toppinn :o)
    Takk til göngufélaga okkar, fámennur en frábær hópur!
    Svanhildur

    ReplyDelete