Friday, April 26, 2013

Jónsmessuferð Gönguklúbbs Icelandair Group

Jónsmessuferð Gönguklúbbs Icelandair Group


Hraun – Fossar – Flúðir - Fjöll

                                                                                                                            
Brottför
Föstudaginn 21. júní kl. 17:00 með rútu frá höfuðstöðvunum
Fararstjóri
Gestur Kristjánsson og Einar Bárðarson verður honum til aðstoðar
Tengiliðir
Jóhann Úlfarsson, Sveinbjörn Egilsson og Svava Björk Benediktsdóttir
Áhugaverð og þægileg tveggja nátta ferð um fáfarnar söguslóðir með gistingu á Hörgslandi  ásamt veislukvöldverði að hætti IGS manna. 
Verð kr. 12.500 á mann fyrir þá sem gista í uppábúnu rúmi í tvær nætur. Auk þess er rútan, gangan, leiðsögn og kvöldverður/grillveisla á laugardagskvöldinu innifalið. Einnig er boðið upp á tjaldstæði og er verð á mann þá kr. 4.500.
Vinsamlegast athugið að þátttökufjöldi er takmarkaður og er miðað við að gönguklúbbsfélagi geti tekið með sér maka/vin.
Skráning á work  síðunni okkar.
 




Dagur 1 -  Sveitin heillar                                           
Ekið verður sem leið liggur austur á Síðu í Vestur Skaftafellsýslu að Hörgslandi.  Ferðin austur mun taka um fjóra tíma og er reiknað með einu stoppi í sjoppunni á Hvolsvelli.  Á Hörgslandi munum við gista í tvær nætur, hvort sem er í uppábúnum rúmum í húsunum sem þar eru í boði eða hreiðra um okkur í tjaldi.  Þeir sem velja tjaldgistingu  hafa aðgang að eldunar- og snyrtiaðstöðu.  Hægt verður að kaupa morgunverð á staðnum.
Í hverju húsi er svefnaðstaða fyrir 6 manns.


Dagur 2 -  Hraun og fáfarnar slóðir
Lagt verður af stað frá Hörgslandi kl. 08:30 að morgni laugardags áleiðis að bænum Dalshöfða sem er um 20 mínútna akstur.  Þar mun gangan okkar hefjast í Eldhrauninu upp með Hverfisfljótinu.  Stefnan verður tekin á fjallið Hnútu sem er 539 metra hátt.  Á leið okkar munum við sjá stórkostlega fossa og flúðir, þröng gljúfur og gil.  Þegar Hálendisbrúninni verður náð við Hnútu munum við sjá hvar áin steypist niður í tveimur fossum með miklum hávaða. Þar verður gert hádegisstopp. Eftir góða pásu verður ferðinni haldið áfram yfir hraunið eftir vegaslóða sem nefnist Ráðherrabraut í áttina að bænum Þverá, þar sem rútan mun sækja okkur.
Gangan er um það bil 19 kílómetra löng í þægilegu göngulandi.  Áætlaður göngutími er um það bil 7 - 8 tímar  og hækkun um 300 - 350 metrar.
Um kvöldið munu IGS menn bera fram kvöldverð og síðan verður söngur, grín og gaman.


Dagur 3 -  Home, sweet home
Brottför verður á sunnudagsmorgni.  Það fer svolítið eftir veðri hvenær lagt verður í hann, en hugmyndin er að gera stutt stopp á leiðinni, annars vegar í sjoppunni á Hvolsvelli og síðan ætlar fararstjórinn að sýna okkur perlu á leiðinni.  Eitthvað óvænt sem hann á ekki von á að margir hafi skoðað, perla sem er alveg við þjóðveginn.    Forvitnilegt það. 
Áætluð koma til Reykjavíkur er á milli kl. 15:00 og 16:00.

Stjórn Gönguklúbbs Icelandair Group.
 Myndir frá því Jónsmessuferð GÖIG 2012  ásamt leiðarkorti 2013 .















No comments:

Post a Comment