Wednesday, April 24, 2013

Fellin heilla - næsta ganga er 1 maí n.k

FELLIN HEILLA

Þá er komið að verkalýðsgöngunni  okkar -  1. Maí.
Nú skundum við á Búrfell í Þingvallasveit.

Búrfell er 783 m. að hæð en hækkun okkar er um 600m.
Þetta er um 12 km. ganga um fjölbreytilegt landslag mest gróið land.

Kortið góða sýnir leiðina og við förum nánast þá sömu til baka.
Leiðin er því ca. x2



Þeir sem ekki hafa farið á þetta Búrfell fá hér kjörið tækifæri að bæta því í safnið.
Því þeir sem safna Búrfellum vita að þau eru ummmm 49 um landið.

Það er líka komin upp góð hugmynd,  þ.e. safna myndum.
Besta myndin tekin úr fellaferð árið 2013  - Myndakeppni -  Hver veit ??

Við sem söfnum fellum drífum okkur líka,  að sjálfsögðu
Þetta telur allt.
Hittingur er við OlÍS bensínstöðina í Mosfellsbæ.
Brottför þaðan verður kl. 10.30
Gengan hefst frá bæinn Brúsastöðum  kl. 11.00  Göngutími er ca. 4 tímar.


Hlökkum til að sjá ykkur öll  með göngukveðju
Gestur  farastjóri ODR og Svava ritari GÖIG



No comments:

Post a Comment