Wednesday, April 3, 2013

Fellin heilla - tveggja fella sýn.

Fellaganga apríl mánaðar  --  Tveggja fella sýn
Skálafell sunnan Hellisheiðar og Stóra Sandfell

Eins og áður hefur komið fram, þá höldum við næst á tvö fell. laugardaginn 06. apríl.  
Hittingur verður við Litlu Kaffistofuna í Svínahrauni og þaðan höldum við kl. 10.30 
í sameiningu til upphafstaðar göngunnar sem er við Smiðjulaut á Hellisheiði.

Þetta er um 3-4 tíma gangur á mosagrónu hrauni og aflíðandi brekkur,  gæti verið smá snjór.
Skálafellið er 574 metrar.  Við þurfum því að hækka okkur um 280 metra.
Síðan förum við yfir á Stóra Sandfell sem er 424 metrar.

Við tökum því smá lækkun og síðan smá hækkun til að klára bæði fellin í sömu ferð.
Í heildina mælist gangan ca. 10 km.

                                 Gönguleiðin

                                 Skálafell sunnan Hellisheiðar      
                                   Stóra Sandfell
 Hér kemur smá sýnishorn hvernig þetta lítur út.
Spurning hvað göngugarparnir okkar ná að festa á mynd. Við sjáum það seinna.
Þetta verður spennandi  -  Veðurspáin lofar góðu,  það er því bara að drífa sig.
Taka fram gönguskóna, hlý föt og gott nesti.





Sjáumst á laugardaginn
Með göngukveðju frá Gesti farastjóra ODR og Svövu ritara GÖIG

1 comment:

  1. Hello! I κnow this iѕ kinԁ of off toрic but I was wondering whiсh blog
    platfoгm are you uѕing for this website?
    I'm getting fed up of Wordpress because I've had
    problems with haсkers anԁ I'm looking at options for another platform. I would be awesome if you could point me in the direction of a good platform.

    My web-site single family homes for rent plano

    ReplyDelete