Monday, June 25, 2012

Jónsmessuhelgin frábæra, gangan,fólkið og veðrið klikkaði ekki.

Það var frábær hópur sem hélt á af stað frá aðalskrifstofu okkar að Nauthólsvegi 50 föstudaginn 22. júní 2012 klukkan 17.00.
Ævintýrið var að hefjast, við keyrðum sem leið lá alla leið á Hvolsvöll og stoppuðum að Hlíðarenda sem svo margir gera sem eiga framhjá þeim fróma stað. Fólk fékk sér eitthvað að borða og fóru á postulínið eins og Svava Björk kallar það að fara á salerni.
Síðan ókum við að stað og keyrðum alla leið á Hörgslandið á Síðu þar sem við gistum.





Þegar þarna var komið sögu var kominn galsi í mannskapin og allir fengu lykil af sínum húsum og herbergjum og komu sér fyrir skoðuðu herbergisfélaga og húsfélaga og reyndu að komast að niðurstöðu hvort þetta væri ekki fólk sem var skemmtilegt, menn stofnuðu matarklúbb strax á fyrsta kvöldi en sá klúbbur stal fólki úr næsta húsi og gerðu að formanni,ritara,gjaldkera og yfirstallara, allt í sömu manneskjunni til að örugglega einhver myndi muna að klúbburinn væri stofnaður. Nóg um það við byrjum að syngja strax og partið hófst með stæl og stóð talsvert fram eftir nóttu.



Strax næsta morgun um klukkan sjö var ræs á Hörgslandi, fólk fór að gera sig klárt í gönguna og það var smurt og teipaðar tær og hné og ég veit ekki hvað og hvað.  


                                  
Við héldum af stað,  byrjað var að fara  í Fjaðurárgljúfur  það var sýnishornið að því sem koma skal, þessi gljúfur er stórkostlega að sjá. margir fara í mynni þeirra og ganga inn eftir þeim og vaða ána á mörgum stöðum til að komast innst  í þau.





Yfirleiðsögumaðurinn Gestur Kristjánsson og aðstoðarleiðsögumaðurinn Svava Björk stjórnuðu að röggsemi, fengu til liðs við sig hann Einar Bárðarson björgunarsveitamann af svæðinu. Það var gert ráð fyrir öllu hjá þeim hjúum.   Keyrt var að Fagrafossi sem eru einir 22 km af 49 km  inn í Laka.

Þarna eru hófst hin eiginlega gönguferð og gaman var að sjá hvað fólk var allt spennt ,  veðrið þannig að við getum varla lýst því veðurguðirnir ákváðu að vera æðislegir við okkur í einu orði sagt, þeir sem fóru ekki  geta ekkert verið annað en öfundsjúkur.   Myndir segja miklu meira en mörg orð svo núna kemur myndasyrpa sem blaðamaður bloggsins tók á símann sinn, ég bendi fólki að fara á facebook og sjá miklu fleiri myndir sem GÖIG félagar byrjuðu að birta  strax eftir heimkomu á sunnudagskvöld.











Það er óhætt að segja  að ferðin niður eftir Geirlandsánni hafi gengið frábærlega, sumum fannst hallinn mikill og lofthræðsla gerði lítilsháttar var við sig. En það má segja að  eitt "haft" hafi verið  á leiðinni og var það síðasta gljúfrið og við förum yfir það á tveim til þrem stöðum og allir komust heilir yfir. Ég var einn af þeim sem fóru niður í mikið gljúfur og urðum við að vaða ánna, sem kældi heita og bólna fætur og menn líktu því við SPA meðferð. En því miður á ég engar myndir, gleymdist að taka þær.  Þegar við komum niður í Mörtungu og gengum í gengum bæjarhlaðið stóð bóndin þar  tók í hönd mína og bauð okkur velkominn. Já  hann Gestur hafði hringt í kallinn og bað  um leyfi að ganga þarna og fékk það að sjálfsögðu og þarna þrömmuðu í gegn hjá Óla í Mörtungu 74 GÖIG-félagar,makar og vinir.
Rúturnar biðu okkar og keyrðu okkur niður í Hörgslandið, þar fóru menn í heita potta sumir lögðu sig til að gera klárt fyrir kvöldið.
Jón Vilhjálms og Halli frá IGS biðu okkar og höfðu verið að gera klárt hálfan daginn.  En á meðan biðin  varði  dóu þeir ekki ráðalausir,  þeir  höfðu haft með sér reiðhjól og hjóluðu nokkra tugi kílómetra um allar sveitir þennan fagra dag.
Veitingarnar sem þeir báru fram voru  frábærar, fiskiforréttur,2 gerðir af salat,3 tegundir af sósum ,kjúklingur,lambakjöt og í lokin var súkkulaðikaka með jarðaberjum og rjóma. Þetta eru bara snillingar sem reiða fram slíka veislu  fyrir þreytta göngufélaga. Við þökkum þeim æðislega fyrir þeirra þátt og var svona punkturinn yfir frábærri ferð.  Myndir á ég ekki úr veislunni en vísa en og aftur á myndir á facebook og svo ætlum við að biðja fólk að gefa okkur sínar myndir og komum þeim í albúm á Work síðunni okkar þegar Siggi Anton kemur úr fríi í næstu viku. ( sendið mér myndir endilega sem hægt er að nota þar göngufélagar )
Það getur verið erfitt að lýsa upplifun hvers eins en brosandi, þreytt andlit á laugardagskvöldinu sagði alla þá sögu sem segja þarf, við sungum og skemmtun okkur langt fram eftir nóttu þessa Jónsmessnunótt. Ég veit ekki til þess að nokkur  hafi rúllað sér upp úr dögginni en nóg var að dögg. Margt gátu menn gert t.d sungið undir flottum undirleik Rikka Hansen og síðan komu tveir nýjir gítarleikarar í ljós vantaði bara fleiri gítara.  Aðrir  fóru og sungu Caroky og dönsuðu Zumba dans hjá frú Gang sem er annar af vertunum á Hörgslandi. Menn sungu og trölluðu langt inn í Jónsmessunóttina ................................





Ákveðið var að fara heim um hádegisbil á sunnudeginum við höfðum spurnir að því að önnur rútan gæti ekki komist inn að Hverfisfljóti, þar er of snarpar beygjur o.fl fyrir stærri rútuna.
Stoppuðum við  hjá Laufskálavörðum á heimleiðinn og segir sagan að þessar vörður hafi verið svokallað heilavörður fyrir þá sem lögðu á sandanna í gamla daga. Fólk heldur að ferðmenn nútíman hafi byrjað á því en það er öðru nær, jú ferðlangar gerðu það en heimildir fyrir þessum vörðum eru mjög gamlar.
Að lokum langar mig til að þakka snillingunum Svövu Björk og Gesti svo að sjálfsögðu líka aðstoðarmanni þeirra Einar Bárðarsyni fyrir skemmtilega og yndislega  leiðsögn í "gengið niður Geirlandsá " Jónsmessuhelgina. 
Þetta var fyrsta langa ferð GÖIG og var hún frábær,  við í stjórn viljum þakka öllum þeim sem komu að  göngunni  fyrir frábæra daga á  Hörgslandi þessa Jónsmessuhelgi sumarið 2012.

Þið eruð öll frábær,
Jóhann Úlfarsson formaður en verðandi forseti GÖIG.



2 comments:

  1. Svanhildur SigurðardóttirJune 25, 2012 at 3:23 PM

    Ég vil fyrir hönd okkar hjóna þakka verðandi forseta og meðstjórnendum í GÖIG fyrir allan undirbúning þessarar frábæru ferðar, sem verður okkur ógleymanleg. Allt var þetta undirbúið af kostgæfni og fagmennsku. Það er sama hvar drepið er niðri, allt var fullkomið; leiðin, leiðsögnin, ferðafélagarnir, maturinn og ekki síst veðrið. Hlökkum til að hitta allt þetta skemmtilega fólk í annarri ferð sem fyrst.
    Svanhildur Sigurðardóttir

    ReplyDelete
  2. Ingi Björn JónssonJuly 3, 2012 at 10:25 AM

    Ég tek undir orð Svönu. Þetta var einstaklega frábær ferð í alla staði og ég hlakka mikið til að ganga með ykkur öllum aftur við fyrsta tækifæri :)

    Ingi Björn
    Flugumsjón

    ReplyDelete