Monday, July 9, 2012

"Fljúgðu eins og fuglinn - eða farðu á toppinn"


Hefur þig alltaf langað til að fljúga eins og fuglinn eða ganga á Vífilfellið með skemmtilegu fólki.
Nú er kjörið tækifæri fyrir starfsmenn Icelandair Group að gera annað hvort eða hvoru tveggja.

Gönguklúbbur Icelandair Group ætlar að ganga á Vífilfellið laugardaginn 14. júlí n.k. og flagga fána STAFF og Icelandair Group á toppnum.

Starfsfólki Icelandair Group gefst kostur á að prófa svifflug á Sandskeiði frá kl. 12 - 16.   

Svifflug með spilstarti kr. 3.000  5-15 mín
Svifflug með flugtogi   kr. 4.500  10-20 mín

Spáin lofar góðu fyrir laugardaginn.
Björgólfur Jóhannsson hyggur á svifflug og fleiri ætla að fylgja í fótspor hans.

Við minnum þá á sem hyggjast prófa svifflug að taka ID kortin með og skrá sig hjá Startstjóra á Sandskeiði (hann verður í rauðum jakka með Loftleiða derhúfu).  
Skráning hefst kl. 12:00.

Mætum og höfum gaman saman

STAFF og Gönguklúbbur Icelandair Group


Flugmann að grípa tunglið á toppi Vífilsfells 2010

Hópurinn sem fór 2010 í vígslugöngu GÖIG 2010.
Þannig að GÖIG er búinn að fara tvisvar á toppinn og stefnir í þriðja sinn upp n.k laugardag kl 12.00.
fh stjórnar
Jóhann Úlfars


No comments:

Post a Comment