Tuesday, June 12, 2012

Síðasta ganga fyrir Jónsmessugönguna !!

Hæ allir

Nú fer að verða kátt í höllinni og nálgast hratt gangan okkur "Gengið niður með Geirlandsá " en  áður ætlum  við að ganga saman á fimmtudaginn 14 júní og ætlar Lára hjá Vita og systir hennar hún Guðmunda að stjórna því.
Þeirra tillaga er að ganga í Maríuhelli og Bláfellsgjána  í Heiðmörk, það er spennandi.  Komið verður saman klukkan 18.00 á bílstæðinu við Heiðmörk, Vífilstaðamegin.
Lýsing er svona, keyrt er framhjá Vífilstöðum og Golfskála GKG í Garðabæ þegar komið er á gatnamótin við Vífilstaðavatn er tekin stefnan upp í Heiðmörkina í átt að Hafnarfirði, keyrt er framhjá bílstæðinu við Vífilstaðavatn og næsta bílastæði er það sem við ætlum að koma saman á. Þar munu stelpurnar leiðbeina okkur áfram.
Nú koma allir og klæða sig eftir veðri þetta verður bara gaman.

Hér kemur kortið þið stefnið á Heiðmerkurvegur neðst á kortinu en bílastæðið er aðeins nær samt.


Það gæti verið að stelpurnar fari þangað, þetta er Bláfellsgjáin.



með GÖIG - kveðjum

Stjórnin

No comments:

Post a Comment