Friday, March 15, 2013

Fellin heilla- taka 3 - 6 apríl .nk

Fellin heilla  -  Koma svo

Það er bara að taka fram gönguskóna, sólgleraugun og smá nesti  kæru félagar og koma með í næstu ferð.

Næsta ferð verður á tvö fell ,  já TVÖ fell sama daginn -  sama ferð   UBBBBSSS en ekkert mál.
Nei, þetta verður bara á sama róli,  en tvö fell til að merkja við  -  Þið munið safna fellum  - Hver vinnur ?

Næsta Fella-ganga verður laugardaginn 6. apríl n.k  -  Sjá nánar þegar nær dregur  – Bara taka daginn frá.


Við vorum svona flott á Húsfellinu – já í byrjun ferðar J og líka í lokin


Kveðja frá  farastjórahjónunum – sjáumst á næsta FELLI J Gestur og Svava Björk

Monday, March 11, 2013

Sólgleraugu og sólarvörn.

Það var frábær dagur þegar við lögðum á Húsfellið

Fjórtán göngugarpar mættu hressir og kátir síðan bættum við tveimur við á leiðinni  þær kölluðu sig álfkonunrnar – Við voru því sextán sem toppuðum Húsfellið í sól
og flottu vetrarveðri.
Hér koma nokkrar myndir en ég á von á sendingum með flottum myndum úr ferðinni – Spennandi það.

Fundum nokkra snjóskafla á leiðinni

Tókum þetta allt í rólegheitum, veðrið var svo frábært


Flottir toppfarar frá Flugfélagi Íslands



Sólarkveðja frá Húsfelli – Gestur farastjóri og Svava Björk skrásetjari GÖIG.

Thursday, March 7, 2013

Minna á gönguna á laugardaginn 9.mars, spáin er góð.

Fellin heilla

Hittingur á N1 við Lækjargötu Hafnarfirði, eins getur fólk líka farið beint í Kaldársel þar sem safnast  er saman þegar Helgafell er gengið.

                Hér er góð mynd af Gesti fararstjóra ef það væri einhver sem vissi ekki hvernig hann lítur út.


                          Svo er þetta hún Svava Björk aðstoðarleiðsögumaður og betri helmingur Gests.

Hlakka til að hitta ykkur öll á laugardaginn.

fh þeirra hjóna
Jóhann forseti.

Saturday, March 2, 2013

Fellin heilla - 3 gangan er klár 9 mars n.k.

Þá er komið að næsta felli  -  Brottför 09. mars 2013
Fyrir valinu að þessu sinni varð Húsfell

Þetta er um 8 – 9 km. og við reiknum með að þetta taki um 3 klukkustundir
Fellið er  288 m. og við þurfum því að hækka okkur um 200 metra.
Hittingur er við N1 bensínstöðina  í Lækjargötu í Hafnarfirði  kl. 10.30 

Við hefjum síðan gönguna við Kaldárseli kl. 10:45 J  sjá meðfylgjandi kort


                                                    Kort af svæðinu sem á að ganga.
                                                                          Húsfell
         Svava Björk og Gestur verða fararstjórar, hér er Gestur að bregða á leik í getraunagöngu í fyrra.


                                 Kort hvernig hægt er að komast inn í Kaldársel þaðan sem ganga byrjar. 


Með GÖIG kveðjum

Svava Björk og Gestur