Friday, November 9, 2012

Skýringar á vísbendingum - muna 10.30 laugardag á N1 Hafnarfirði

Ágætu göngufélagar í GÖGI

Margir hafa verið að velta fyrir sér og forvitnast við mig hvaða skýringar væru á bak við hverja vísbendingu í leiknum okkar.
Þær eru svona:

1.Vísbending
Myndin er tekin á Prestastígnum, dósin er sett til að sjá hve landið hefur látið á sjá í gegnum árin, enda fjölfarin þjóðleið.    Þarna komu mörg góð svör, bæði nokkrar góðar þjóðleiðir nefndar og Vífilsfell enda dósin komin úr herbúðum Vífilfells .


2.Vísbending
Myndin er tekin á leið heim frá Seattle til Kef. og því ekkert að gera með leiðina sem við ætlum Þó Icelandair fljúgi þar yfir á  leið sinni til og frá Evrópu.
Nú komu ótrúlega mörg góð svör bæði rétt og röng en frábær. Ljóst var að sumir rýndu vel í landslagið og spáðu í Heklu og Hengilsvæðið.  En þarna sjáum við St. Helenu.
Starfstéttin vaðist fyrir sumum en það komu margar góðar hugmyndir eins og síldarmenn og Síldarmannagata,  meðan aðrir áttuðu sig á að þarna var verið að vísa í prestastéttina.

3.Vísbending
Þessi mynd er tekin á Preststígnum, en hér var verið að vísa til vegpresta eins og skilti voru kölluð fyrst eftir að þau tóku við af vörðum.
Enn fengum við frábær svör  bæði með gamlar þjóðleiðir bæði á Hellisheiði og suður með sjó.
Ásamt fleiri stéttum,  stéttir eins og póstmenn,  verðir og steinsmiðir,  það var úr nógu að taka.


4.Vísbending sem fór ekki í loftið
Þessi mynd er líka tekin á Prestastígnum, ef hún hefði farið í loftið þá hefði verið betri lýsing af leiðinni
En þar sem GÖGI félagar eru svo frábærir í að þekkja landið sitt og að taka þátt,  þá var ákveðið að stytta leikinn.

Við hjónin þökkum ykkur kærlega fyrir frábæra þáttöku og forseta vorum (Jóa) fyrir aðstoðina.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest á laugardaginn.

Passið bara að klæða ykkur vel, spáin segir bjart og kalt, sem er frábært á þessum stað og þessum tíma.

Höldum í fótspor farastjórans  -  Með kærri kveðju   Svava Björk ritari (skrásetjari ) GÖIG

No comments:

Post a Comment