Thursday, November 8, 2012

Laugardagsgangan 10 nóv. 2012 -næsti laugardagur.



Kæru gönguklúbbsfélaga,  þá er niðurstaðan fengin frá nokkrum göngufélögum í þessum leik okkar og var frábært að taka þátt i þessu með ykkur.


Niðurstaðan: leiðin heitir Prestastígur sem liggur milli Hafnar og Grindavíkur. Þeir sem unnu fá svo verðlaunin afhent í göngunni.

Við ætlum  að hittast við N1 bensínstöðina í Lækjargötu í Hafnarfirði. Þar geta menn sameinast í bíla.  Við ætlum að leggja af  stað frá Hafnarfirði kl.10.30 stundvíslega því við eigum þá eftir að keyra til Grindavíkur þar hefst svo gangan kl. 11 
Farið verður frá golfvellinum í Grindavík, ef einhverjir vilja mæta þangað.

Þetta er létt gönguleið lítil hækkun eða ca. 50m. við göngum í rúman klukkutíma að Eldvörpum ægifögrum,  þar tökum við okkur kaffi-pásu og  fer þá  fram verðlaunaafhengingin margumtalaða.
Við  göngum svo aftur  til baka sömuleið.  Það má því reikna með að gangan taki okkur ca. 3 klukkustundir.


Hlökkum til að sjá sem flesta – Hressa og káta.  Fyrir hönd stjórnar Svava Björk og Gestur farastjóri


Hér er Gestur prestur – Hann ætlar að taka að sér farastjórnina – myndin er tekin á Prestastígnum árið 2011



No comments:

Post a Comment