Sunday, July 14, 2013

Fellin heilla í júlí

Fellin heilla í júlí  

Hver mánuður hefur sinn sjarma og er júlí  ekkert undanskilinn
Því ætlum við að leggja land undir fót og skella okkur á Fanntófell 20. Júlí.

Fanntófell stendur utan í Okinu.  Við byrjum því gönguna frá Kaldadalsvegi.
Gangan að þessu fáfarna og fallega útsýnisfelli er um mela og því auðveld yfirferðar.

Sjón er söguríkari.



Gönguleiðin er um 12 km.
Göngutími ca.  4-5. Klst.
Við byrjum gönguna í 530 m hæð og náum 901 m þegar á toppinn er komið.
Sjá göngukort.





Við höfum  ákveðið að hafa hitting hjá Olís í Mosfellsbæ Kl. 10  
Klukkan 10.10 höldum síðan á Þingvöll og þaðan á upphaf gönguleiðar.




Með göngukveðju

Gestur farastjóri og Svava Björk ritari GÖIG
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest  -  Hér fyrir neðan má sjá myndir úr júní ferðinni okkar.

No comments:

Post a Comment