Friday, December 14, 2012

Jólaganga 2012 þann 12.12 tókst frábærlega.




Við fórum tæplega tuttugu saman hina árlegu jólagöngu, undir stjórn þeirra heiðurshjóna Svanhildar Sigurðardóttir og Hilmar Þ Björnssonar . Það kom í ljós að ég hafði engu logið með það að saga bæjarins er Hilmari mikið hugleikinn og getur sagt okkur bæði sögur af húsum og eins sögur af fólki sem bjó í mörgum  húsum borgarinnar. Við komum saman við Kaffi Reykjavík og gengum eins og  leið lá upp á Skólavörðuholtið,  Njálsgötu og uppá Snorrabraut og síðan niður Laugarveginn.
Læt hér fylgja nokkar myndir sem Svana tók á  göngunni.



Enduðum svo inn á Uppsölum á Hótel Reykavík Centrum og fengum okkur heit súkkulaði, eplaköku með ís og ávöxtum og nokkir fóru í bjór.
Takk fyrir okkur heiðurshjón fyrir samfylgdina þetta ágæta kvöld sem bar þessa skemmtilegu tölu 12.12.12,  við sem fórum þessa göngu skemmtum okkur vel
Ágætu gönguklúbbsfélagar eigið yndisleg jólahátíð,  við óskum ykkur og fjölskyldum gleðilegra jóla, farsælt komandi árs og hlökkum til samverustunda á næsta ári 2013.


Stjórn GÖIG.

No comments:

Post a Comment